Júlíus Hafstein vill fram í Kópavogi

Júlíus Hafstein.
Júlíus Hafstein. mbl.is/Styrmir Kári

Júlíus Hafstein, fyrrverandi sendiherra og áður borgarfulltrúi í Reykjavík, gefur kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Uppstillingarnefnd flokksins er að undirbúa tillögu að lista sem lögð verður fyrir fund fulltrúaráðsins síðar í mánuðinum.

„Ég sendi mitt nafn inn, eins og tuttugu aðrir, eftir að kjörnefndin óskaði eftir að menn létu vita af sér. Því fylgdu engin skilyrði og ég get engu svarað um það hver niðurstaða kjörnefndar verður,“ segir Júlíus í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert