Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. mbl.is/Hanna

Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í leiðtogakjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Vilhjálmur var alþingsimaður fyrir Suðvesturkjördæmi frá 2013 til 2017.

Vilhjálmur lauk prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1977 og framhaldsnámi í viðskiptafræði frá Rutgers University í Newark í New Jersey 1997.

Jafnframt þessu lauk Vilhjálmur öllu bóklegu námi til atvinnuflugs og blindflugs hjá Flugmálastjórn veturinn 1972 – 1973.

Á sumrum, með námi, starfaði Vilhjálmur hjá Seðlabanka Íslands.

Vilhjálmur starfaði hjá Útvegsbanka Íslands, var meðal annars útibússtjóri bankans í Vestmannaeyjum árin 1980 til 1987.

Vilhjálmur starfaði við kennslu frá 1989 til 2013, meðal annars í Iðnskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, viðskiptafræðideild.

mbl.is

Bloggað um fréttina