Slagurinn verði Kjartans, Áslaugar og Eyþórs

Friðjón R. Friðjónsson í Silfrinu.
Friðjón R. Friðjónsson í Silfrinu. Ljósmynd/Skjáskot

Viðar Guðjonsen, leigusali og athafnamaður sem gefið hefur kost á sér í leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, endurspeglar ekki sjónarmið meginþorra sjálfstæðismanna. Þetta fullyrti Friðjón R. Friðjónsson í þættinum Silfrinu á RÚV nú í morgun.

„Það kæmi mér á óvart ef hann fengi meira en 2-4% atkvæða,“ sagði Friðjón og kveðst telja að leiðtogaslagurinn verði milli borgarfulltrúanna Kjartans Magnússonar, Áslaugar Friðriksdóttur og Eyþórs Arnalds. Um fimmta frambjóðandann, fyrrverandi alþingismanninn Vilhjálm Bjarnason, sagði hann „Vilhjálmur er þekktur fyrir að vera Garðbæingur og hefur sagt að hann flytji ef hann vinnur.“ Slíkt sé ólíklegt til vinsælda hjá sjálfstæðismönnum í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina