Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

Guðmundur Helgi Þorsteinsson.
Guðmundur Helgi Þorsteinsson. Ljósmynd/Aðsend

Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. 

Guðmundur er með meistaragráðu í nýsköpun, stefnumótun og breytingarstjórnun frá háskólanum í York st. John, York á Englandi.

Hann segir í tilkynningu, að það séu mikil tækifæri fyrir Seltjarnarnes að taka forystu í málum er varði náttúruvernd og fegrun bæjarins og vernda strandlengjuna. Dæmin sýni að Seltirningar verði að vera leiðtogar í eigin umhverfi og varast að bíða eftir ákvörðunum þriðja aðila eins og dæmi sýni um samkomulag bæjarins við Reykjavíkurborg frá 2013 um að þrengja ekki Geirsgötu sýnii. 

Hann segir rekstur bæjarsjóðs, ráðdeild og meðferð sameiginlegra sjóða þurfi alltaf að vera ofarlega á lista þeirra sem stýra og ráðstafa skattfé Seltirninga.

Þá segir hann, að það sé stórt hagsmunamál að móta starf umboðsmanns íbúa til þess að tryggja betri og faglegri stjórnsýslu.

„Við þurfum umfram allt skapandi hugsun og skýra framtíðarsýn hvernig við viljum haga málum hérna á Seltjarnarnesi, til að mynda í samgöngu og skipulagsmálum þar sem umferðin inn og út á Seltjarnarnes er skoðuð sérstaklega.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert