Margrét Sanders gefur kost á sér

Margrét Sanders.
Margrét Sanders. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Margrét Sanders hyggst gefa kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Tekið var ákvörðun um það á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ í gærkvöldi að viðhafa uppstillingu og tilkynnti Margrét þá að hún gæfi kost á sér til að leiða listann.

Frá þessu er greint á fréttavef Víkurfrétta en uppstillingarnefnd verður kosin á fulltrúaráðsfundi 1. febrúar og mun í framhaldinu óska eftir framboðum á listann. Þegar munu nokkrir einstaklingar lýst áhuga á að taka sæti ofarlega á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Margrét hefur ein lýst áhuga á fyrsta sætinu.

Margrét er ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu og hefur auk þess verið formaður Samtaka verslunar og þjónustu síðan 2014 og setið í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins frá sama tíma. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Deloitte á Íslandi í 17 ár eftir að hún kom heim frá háskólanámi í viðskiptafræði og MBA í Bandaríkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert