Flokksráðsfundur VG gekk eins og í sögu

Edward Hujibens, varaformaður VG.
Edward Hujibens, varaformaður VG. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fundurinn gekk eins og í sögu og það var sannarlega góð stemning,“ segir Edward Hujibens, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, eftir flokksráðsfundinn sem haldinn var í dag.

„Við unnum heilmikla málefnavinnu í tengslum við sveitarstjórnarkosningar í sex málaflokkum. Þetta er innlegg í sveitarstjórnarráðstefnu sem verður hjá okkur 14. apríl í Keflavík. Undirbúningsvinnan er komin vel á veg og var meginefni fundarins.“

Edward segir um hundrað manns hafa sótt fundinn. „Þetta var vinnufundur og vinnan gekk vel.“

Þá voru fimm ályktanir samþykktar í lok fundar, en þær vörðuðu sveitarstjórnarstigið. Þá sneri ein ályktunin að eftirfylgni eftir #metoo og um siðareglur í stjórnmálum.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Um 100 manns sóttu fundinn.
Um 100 manns sóttu fundinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert