Viðreisn stofnar félag á Seltjarnarnesi

Merki Viðreisnar.
Merki Viðreisnar.

Félag Viðreisnarfólks á Seltjarnarnesi var stofnað með formlegum hætti miðvikudaginn 7. febrúar. Stofnfundur félagsins var haldinn á Rauða ljóninu og sóttu á þriðja tug fundinn. Á fundinum var Páll Árni Jónsson kjörinn formaður, en Rán Ólafdsdóttir og Karl Pétur Jónsson meðstjórnendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þar segir ennfremur, að formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi tekið til máls á fundinum og benti á að þrátt fyrir að segja megi að Seltjarnarnes sé að mörgu leyti fyrirmyndarsveitarfélag, þá sé það ekki lýðræðinu hollt að sömu aðilar sitji að völdum í meira en hálfa öld.

Viðreisnarfélagið stefnir að framboði til bæjarstjórnar í kosningunum í maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert