Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson.
Ingvar Mar Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Ingvar er flugstjóri hjá Icelandair og fyrrverandi varaþingmaður.

Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að höfuðáhersla flokksins sé að skólarnir verði framúrskarandi í borginni.

Í efstu sætunum er helmingur kennarar og skólafólk. Einnig er lögð áhersla á „öflugan styrk kvenna“ á listanum, að því er segir í tilkynningunni, en í efstu fimm sætunum eru fjórar konur.

Snædís Karlsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í þriðja sæti og Hjördís Guðný Guðmundsdóttir kennari í því fjórða.

Í fimmta sæti er Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi og stuðningsfulltrúi, og í því sjötta er Bergþór Smári Pálmason Sighvats, nemi.

mbl.is