14 bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

14 bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
14 bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor rann út í vikunni en kjörnefnd bárust fjórtán framboð. Allir fimm bæjarfulltrúar flokksins sækjast eftir endurkjöri. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars næstkomandi.

Frambjóðendur í prófkjörinu:

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar
Einar Freyr Bergsson framhaldsskólanemi
Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir framhaldsskólanemi
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir mannauðsstjóri
Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi
Ingi Tómasson bæjarfulltrúi
Kristinn Andersen bæjarfulltrúi
Kristín Thoroddsen, flugfreyja og varabæjarfulltrúi
Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfræðingur og meistaranámsnemi
Magnús Ægir Magnússon fjármálaráðgjafi
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs
Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi
Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi Viðlagatrygginga
Unnur Lára Bryde bæjarfulltrúi

mbl.is