Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Elín Oddný Sigurðardóttir, Líf Magneudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir og Þorsteinn ...
Elín Oddný Sigurðardóttir, Líf Magneudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson. Ljósmynd/VG

Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. 

Atkvæði greiddu 493, tvö atkvæði voru auð og tvö ógild, að því er fram kemur í tilkynningu.

 Niðurstaða forvalsins er etirfarandi:

  1. sæti Líf Magneudóttir.
  2. sæti Elín Oddný Sigurðardóttir.
  3. sæti Þorsteinn V. Einarsson.
  4. sæti Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm.
  5. sæti René Biasone.

Fram kemur að valið sé leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista með 46 frambjóðendum fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Líf Magneudóttir leiðir lista VG í Reykjavík.
Líf Magneudóttir leiðir lista VG í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti á milli frambjóðenda í hvert sæti:

1. sæti

Líf Magneudóttir fékk flest atkvæði, 401, í 1. sæti. Næst var Elín Oddný Sigurðardóttir með 36 atkvæði.

2. sæti

Elín Oddný Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í 1. til 2. sæti, 311 atkvæði, og hlýtur því annað sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 99 atkvæði.

3. sæti

Þorsteinn V. Einarsson hlaut flest atkvæði í 1. til 3. sæti, 164 atkvæði, og hlýtur því þriðja sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 127 atkvæði.

4. sæti

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hlaut flest atkvæði í 1. til 4. sæti, 210 atkvæði, og hlýtur því fjórða sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 163 atkvæði.

5. sæti

René Biasone hlaut flest atkvæði í 1. til 5. sæti, 218 atkvæði, og hlýtur því fimmta sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 181 atkvæði í 1. til 5. sæti. Þar á eftir kom Björn Teitsson, Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, Hermann Valsson, Ragnar Karl Jóhansson og Jakob S. Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina