Öll bæjarstjórnin hættir

Fimm efstu menn H-listans í Stykkishólmi: Gunnlaugur, Ásmundur, Hrafnhildur, Jakob ...
Fimm efstu menn H-listans í Stykkishólmi: Gunnlaugur, Ásmundur, Hrafnhildur, Jakob Björgvin, Þóra og Steinunn. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Mikilar breytingar verða á bæjarstjórn Stykkishólms á næsta kjörtímabili. Enginn núverandi bæjarfulltrúa gefur kost á sér til endurkjörs og sama er með bæjarstjórann. Um helgina var kynntur fyrsti framboðslistinn H-listinn og  hefur hann farið með stjórn sveitarfélagsins á þessu kjörtimabili.

Efstu sæti á H-listanum skipa:

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari FSN, Gunnlaugur Smárason grunnskólakennari, Þóra Stefánsdóttir laganemi, Steinunn Magnúsdóttir grunnskólakennari, Ásmundur Guðmundsson sjómaður, Hildur Diego hjúkrunarfræðingur og Guðmundur Kolbeinn Björnsson vélstjór.i

Samhliða kynningu á listanum var tilkynnt að Jakob Björgvin Jakobsson lögfræðingur er bæjarstjóraefni listans, hljóti hann meirihluta í kosningunum 26. maí næstkomandi. Jakob er uppalinn í Stykkishólmi en flutti þaðan sem unglingur en stefnir nú að flutningi á heimaslóðir að nýju.

mbl.is