Ómar leiðir lista Fyrir Kópavog

Frambjóðendur Fyrir Kópavog.
Frambjóðendur Fyrir Kópavog. Ljósmynd/Aðsend

Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna dagana 20.-21. mars. Ómar Stefánsson leiðir listann. 

Fyrir Kópavog er nýtt framboð sem mun bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 í Kópavogi, að því er segir í tilkynningu.

„Á framboðslistanum er fjölbreyttur hópur áhugafólks um að setja aftur kraft í Kópavog. Helstu áherslur snúa að menntamálum, húsnæðismálum, viðhaldi mannvirkja, gatna og göngustíga, bættri sumarþjónustu leikskólanna og svo mætti lengi telja,“ segir í tilkynningunni.

Fimm efstu sæti listans:

  1. Ómar Stefánsson forstöðumaður
  2. Jóna Guðrún Kristinsdóttir viðskiptafræðingur
  3. Rebekka Þurý Pétursdóttir framhaldsskólanemi
  4. Hlynur Helgason alþjóðahagfræðingur
  5. Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert