Íris vill leiða nýjan lista í Vestmannaeyjum

Íris Róbertsdóttir.
Íris Róbertsdóttir. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Íris Róbertsdóttir sækist eftir að leiða nýja framboðslista í Vestmannaeyjum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar undir merkjum nýs bæjarmálafélags. Þetta kemur fram Facebook-síðu hennar í kvöld. 

Talsverður titringur hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í kjölfar þess að ekki hafi verið haldið prófkjör heldur ákveðið að velja á lista. Fyrir helgi var nýtt bæjarmálafélag stofnað, en skorað hafði verið á Írisi að bjóða sig fram og leiða nýtt framboð. Staðfestir hún nú að hún muni fara fram.

Frétt mbl.is: Nýtt framboð í VestmannaeyjumFormaður fé­lags­ins er Leó Snær Sveins­son, en auk hans eru í stjórn þess Krist­ín Hart­manns­dótt­ir, Krist­ín Ósk Óskars­dótt­ir, Rann­veig Ísfjörð og Leif­ur Gunn­ars­son.

Uppfært 16. apríl kl. 10:12

Fram kom í frétt mbl.is í gærkvöldi að Íris myndi leiða listann. Hið rétta er að hún hefur sóst eftir því að leiða listann en það liggur ekki endanlega fyrir. Þetta staðfestir Íris í samtali við mbl.is. mbl.is