Kristján Þór leiðir XD í Norðurþingi

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings og oddviti sjálfstæðismanna.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings og oddviti sjálfstæðismanna. Ljósmynd/Aðsend

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en hann var ráðinn sveitarstjóri í kjölfar síðustu kosninga af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna.

Kristján hefur áður starfað hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, en hann er með doktorspróf í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands.

Í öðru sæti er Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga. Framboðslisti sjálfstæðismanna í Norðurþingi var samþykktur á félagsfundi Sjálfstæðisfélaganna í gærkvöldi.

Framboðslistinn í heild sinni:

  1. Kristján Þór Magnússon, Húsavík.
  2. Helena Eydís Ingólfsdóttir, Húsavík.
  3. Örlygur Hnefill Örlygsson, Húsavík.
  4. Heiðbjört Ólafsdóttir, Reykjahverfi.
  5. Birna Ásgeirsdóttir, Húsavík.
  6. Kristinn Jóhann Lund, Húsavík.
  7. Stefán Jón Sigurgeirsson, Húsavík.
  8. Jóhanna Kristjánsdóttir, Húsavík.
  9. Hilmar Kári Þráinsson, Reykjahverfi.
  10. Karólína Kristín Gunnlaugsdóttir, Húsavík.
  11. Sigurgeir Höskuldsson, Húsavík.
  12. Hugrún Elva Þorgeirsdóttir, Raufarhöfn.
  13. Oddur Vilhelm Jóhannsson, Húsavík.
  14. Kasia Osipowska, Húsavík.
  15. Sigurjón Steinsson, Húsavík.
  16. Elísa Elmarsdóttir, Húsavík.
  17. Arnar Guðmundsson Húsavík.
  18. Olga Gísladóttir, Öxarfirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert