Samsvarar heilli stóriðju

Íbúum Suðurnesja fjölgaði um rúm 16% á sjö árum. Þessi …
Íbúum Suðurnesja fjölgaði um rúm 16% á sjö árum. Þessi þróun kallar á aukin verkefni sveitarfélaganna á svæðinu. mbl.is/RAX

Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um rúm 16% árin 2010-2017, sem er hér um bil tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölgunin var næstmest. Þessari nánast fordæmalausu fólksfjölgun fylgir meira álag á alla innviði sveitarfélaganna á svæðinu sem íbúar segjast finna vel fyrir.

„Fólksfjölgunin og það sem henni fylgir verður án efa stærsta verkefnið sem mun mæta nýjum meirihlutum eftir kosningarnar í sveitarfélögunum á Suðurnesjum,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Samhliða þessu hefur atvinnutækifærum á svæðinu fjölgað, t.d. hefur beinum störfum á Keflavíkurflugvelli fjölgað um hátt í 4.500 undanfarin fimm ár, í ár er búist við að þeim fjölgi um 1.300 og ekkert lát er á þessari þróun. „Þessi fjölgun starfa samsvarar því að heil stóriðja bætist við á hverju einasta ári,“ segir Berglind í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert