Óli Halldórsson í efsta sæti V-listans

V-listinn Norðurþingi.
V-listinn Norðurþingi.

V-listi Vinstri-grænna og óháðra í Norðurþingi hefur kynnt framboðslista til sveitarstjórnarkosninga árið 2018.

Óli Halldórsson, formaður byggðarráðs Norðurþings á líðandi kjörtímabili, leiðir listann. Annað sæti listans skipar Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, kennari og deildarstjóri, Berglind Hauksdóttir leikskólakennari í þriðja sæti og Sif Jóhannesdóttir, þjóðfræðingur og sveitarstjórnarmaður, í fjórða sæti. Guðmundur H. Halldórsson málarameistari skipar fimmta sætið og Röðull Reyr Kárason þjónustufulltrúi sjötta sætið.

„V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Auk þess að konur skipi þrjú af fjórum efstu sætunum þá eru þær 11 talsins á móti 7 körlum á listanum í heild. Með þessu vill V-listi Vinstri-grænna og óháðra sýna í verki að tími sé kominn til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi og draga fram þau áherslumál sem konum eru hugleikin í almannaþjónustu og forgangsröðun almennt,“ segir í tilkynningu.

V- listi Vinstri grænna og óháðra í Norðurþing fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er eftirfarandi:

1. Óli Halldórsson forstöðumaður Húsavík

2. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir grunnskólakennari Húsavík

3. Berglind Hauksdóttir leikskólakennari Húsavík

4. Sif Jóhannesdóttir þjóðfræðingur Húsavík

5. Guðmundur H. Halldórsson málarameistari Húsavík

6. Röðull Reyr Kárason þjónustufulltrúi Húsavík

7. Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri og bóndi Raufarhöfn

8. Stefán L. Rögnvaldsson bóndi Öxarfirði

9. Aldey Traustadóttir hjúkrunarfræðingur Húsavík

10. Guðrún Sædís Harðardóttir grunnskólakennari Reykjahverfi

11. Selmdís Þráinsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur Húsavík

12. Silja Rún Stefánsdóttir bústjóri Öxarfirði

13. Aðalbjörn Jóhannsson verkamaður Reykjahverfi

14. Jóna Birna Óskarsdóttir leikskólaleiðbeinandi Húsavík

15. Aðalsteinn Örn Snæþórsson lífræðingur Kelduhverfi

16. Sólveig Mikaelsdóttir sérkennsluráðgjafi Húsavík

17. Trausti Aðalsteinsson afgreiðslustjóri Húsavík

18. Þórhildur Sigurðardóttir kennari Húsavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert