Forgangur á greinar ef framboð auglýsa í Fjarðarpóstinum

Fjarðarapósturinn.
Fjarðarapósturinn.

Fjarðarpósturinn hefur tilkynnt flokkum og listum sem bjóða fram í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum að aðsendar greinar frá þeim framboðum sem auglýsa í blaðinu gangi fyrir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Olga Björt Þórðardóttir ritstjóri að ekki hafi reynt á þetta ennþá; allar greinar hafi fengist birtar sem borist hafi, bæði í blaði og á vefsíðu Fjarðarpóstsins.

Ákveðið hafi verið að hafa einhverja viðmiðun á birtingum í blaðinu, þar sem fjöldi greina berist gjarnan þegar nær dregur kosningum. Að sögn Olgu hefur Fjarðarpósturinn ekki gripið til þessa úrræðis áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »