„Sigmundi Davíð var stútað“

Vigdís Hauksdóttir, borgarstjóraefni Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, borgarstjóraefni Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sæti í Reykjavík,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, í þætt­in­um Þing­vell­ir á K100 í morg­un. Rætt var við Vigdísi og Pawel Bartoszek en hann skipar annað sæti á lista Viðreisnar. 

Björt Ólafsdóttir þáttastjórnandi spurði Vigdísi fyrst að því hvers vegna hún hefði ákveðið að bjóða sig fram til áframhaldandi þingsetu í kosningunum haustið 2016. Björt spurði hvers vegna hún hefði hætt að vinna með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni en síðan byrjað aftur að vinna með honum í Miðflokknum.

„Þetta var alls ekki ríkisstjórn Sigmundar. Þegar ég hætti þá eru rosaleg átök búin að eiga sér stað í Framsókn og Sigmundi Davíð var stútað,“ sagði Vigdís og bætti við að þá hefði Sigurður Ingi Jóhannsson verið formaður flokksins og forsætisráðherra.

Vigdís var formaður fjárlaganefndar og taldi sig hafa haft góð tök á þeirri vinnu. Henni þótti vinnan á þingi hins vegar óskilvirk. „Ég var sjö ár á þingi og náði einu máli í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert