Höfuðborgarsvæðið í tölum

Kindurnar eru flestar í höfuðborginni, en kindur eru þó skráðar ...
Kindurnar eru flestar í höfuðborginni, en kindur eru þó skráðar til heimilis í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins nema Seltjarnarnesi. mbl.is/Kort

Tölfræðideild Morgunblaðsins setti í fimmta gír á dögunum og tók saman ýmsar tölulegar upplýsingar um sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins, samfara umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um stöðu mála í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir sveitarstjórnarkosningar.

Sú yfirferð hófst í dag með umfjöllun um stöðu mála í Garðabæ og heldur áfram á fimmtudag með umfjöllun um það sem efst er á baugi í Kópavogi fyrir kosningar.

mbl.is/Kort

Hér er stærð sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu borin saman. Fátt sem kemur á óvart þarna.

mbl.is/Kort

Hlutfall þeirra sem finna fyrir mikilli streitu er hæst í Reykjavík, en Hafnfirðingar koma skammt á eftir.

mbl.is/Kort

Garðbæingar reykja minnst allra á höfuðborgarsvæðinu, en þó vantar þarna upplýsingar um Seltirningar. Spurning hvernig staðan er þar?

Um land allt féllu um 32% karla og 27% kvenna undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur á áfengi samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis og hefur þetta hlutfall aukist um tvö prósentustig frá árinu 2016.

Á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall lægst í Kópavogi, en hæst í Reykjavík.

mbl.is/Kort

Reykvíkingar ganga eða hjóla oftar til vinnu eða skóla en aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Innan við 10% íbúa á höfuðborgarsvæðinu borða ávexti eða grænmeti fimm sinnum á dag eða oftar.

mbl.is/Kort

Konur eru fleiri en karlar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi en karlar eru í meirihluta í hinum sveitarfélögunum.

mbl.is/Kort

Útsvarið er lægst í Garðabæ og á Seltjarnarnesi, 13,7%, en hæst í Reykjavíkurborg þar sem íbúar greiða 14,52% tekna sinna til sveitarfélagsins.

mbl.is/Kort

Seltjarnarnes var eina sveitarfélagið með neikvæða rekstrarniðurstöðu á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina