Leggja áherslu á fjölskylduna

Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.
Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Framsókn og óháðir bjóða fram saman í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum og er Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti framboðsins.

Framboðið er undir slagorðinu „Sterkari saman fyrir Hafnarfjörð“ og er lögð áhersla á velferð fjölskyldunnar, leikskólapláss við 12 mánaða aldur, frístundastyrk til 18 ára og svo frá 67 ára aldri, húsnæðismál, skipulagning nýrra svæða, endurskoðun, einföldun og lækkun gjalda og fríar skólamáltíðir.

Segir í fréttatilkynningu að markmiðið með listanum sé að ná til allra bæjarbúa „með því að stilla upp fjölbreyttum hópi fólks með ólíkan bakgrunn og mikla reynslu og þekkingu á því sem skiptir bæjarbúa máli.“

mbl.is