Mjótt á mununum í nafnakosningu

Frá sveitarfélaginu Garður.
Frá sveitarfélaginu Garður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mjótt getur orðið á mununum í atkvæðagreiðslu íbúa í Sandgerði og Garði um nafn á sameinuðu sveitarfélagi, ef marka má skuggakosningu á meðal barna í grunnskólum staðanna. Þar hafði nafnið Heiðarbyggð naumlega vinninginn yfir Suðurbyggð.

Atkvæðagreiðslu íbúanna lýkur rétt fyrir miðnætti í kvöld. Greidd eru atkvæði um nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð.

Í fyrri umferð atkvæðagreiðslunnar voru fimm nöfn undir. Heiðarbyggð fékk langflest atkvæði, yfir 50%, en Suðurbyggð varð í öðru sæti, með mun færri atkvæði. Atkvæðagreiðslan nú er á milli þessarra tveggja nafna. Niðurstaða kosningarinnar er ráðgefandi.

Í skuggakosningu grunnskólabarna fékk tillaga um Heiðarbyggð 42,7% atkvæða en Suðurbyggð 41,15%. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert