Hvetja borgarstjórn til að friðlýsa

Í Elliðaárdal.
Í Elliðaárdal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elliðaárdalurinn hefur ekki verið friðlýstur. Á það bendir stjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins sem sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún fagnaði umræðu um friðlýsingu Elliðaárdalsins í aðdraganda kosninga.

Stjórnin segir mikla umræðu hafa skapast vegna áforma um byggingu mannvirkis í Elliðaárdalnum en árið 2016 hafi verið samþykkt vilyrði fyrir úthlutun á lóð fyrir svokallað Biodome Aldin með áformum um 1.500 m2 byggingu. Í dag sé gert ráð fyrir að 3.800 m2 byggingu á 13.000 m2 lóð.

„Friðun með hverfisvernd í deiliskipulagi er ekki sambærileg friðlýsingu samkvæmt náttúruverndarlögum. [...] Fyrir liggur að tillögu um friðun í deiluskipulagi með hverfisvernd frá árinu 2014 hefur ekki verið fylgt eftir. Elliðaár og nærliggjandi svæði eru því hvorki friðuð samkvæmt deiliskipulagi né samkvæmt náttúruverndarlögum. Samtökin hvetja borgarstjórn til þess að friðlýsa Elliðaárdalinn,“ segir í ályktun samtakanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert