Kemur dömubindum fyrir í Ráðhúsinu

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Kvennahreyfingin ætlar að hefja táknræna dreifingu á dömubindum í Reykjavík á morgun.

Fyrstu bindunum verður komið fyrir á salernum Ráðhúss Reykjavíkur, samkvæmt tilkynningu.

Þar kemur fram að hreyfingin, sem er í framboði til borgarstjórnarkosninga, telji löngu tímabært að aðlaga almenningsrými að fjölbreyttum þörfum fólksins í borginni.

„Þar sem um helmingur fólks er á blæðingum stóran hluta ævinnar er sjálfsagt og eðlilegt að aðstaða og aðbúnaður taki mið af því. Kvennahreyfingin leggur til að dömubindi og túrtappar verði jafn sjálfsögð hreinlætisvara á almenningssalernum og klósettpappír og handþurrkur og hyggst vekja athygli á þessu áherslumáli sínu með þessum hætti næstu vikuna,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina