„Maður er frjáls í Mosó“

Ragnar Bjarni Hreiðarsson.
Ragnar Bjarni Hreiðarsson.

„Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum.

Hann er annars hæstánægður með bæinn sinn og segir gott að vera ungur í Mosfellsbæ. „Þetta er æðislegur staður, flottur bær og ég gæti ekki hugsað mér að búa annars staðar.“

Rólegt og rómantískt

Helstu kostir bæjarins eru, í augum Ragnars, hve allt er rólegt og afslappað. „Ef þú vilt gera eitthvað, þá gerirðu það. Maður er frjáls í Mosó,“ segir hann.

Aðspurður segist Ragnar telja almenningssamgöngur á svæðinu ágætar en segir skort á ódýru húsnæði vandamál fyrir ungt fólk.

„En það er verið að byggja á fullu hér í bænum, til dæmis í Leirvogstungu.“

Ragnar hefur síðasta árið verið formaður Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Mosfellsbæ og lætur vel af skólahaldinu. Prófum er lokið í FMos og nemendur komnir í sumarfrí, en Ragnar var kominn til vinnu við malbikun hjá Loftorku þegar blaðamaður náði tali af honum „Stemmingin í skólanum er mjög góð. Það sem stóð upp úr var klárlega nýnemaballið. Það var fjölmennt og skemmtilegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert