Salurinn tekinn í gegn

Inni í borgarstjórnarsal er stórt skeifulaga borð en eftir breytingar …
Inni í borgarstjórnarsal er stórt skeifulaga borð en eftir breytingar verða borðin tvö fyrir fulltrúana 23 sem þar sitja eftir kosningar mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Þetta er allt á áætlun, en fráfarandi borgarstjórn á eftir að halda þarna einn fund og verður það 5. júní næstkomandi. Þegar honum er lokið verður farið í framkvæmdir inni í borgarstjórnarsalnum og unnið hratt,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið.

Kosið verður til sveitarstjórna næstkomandi laugardag og mun þá borgarfulltrúum fjölga úr 15 í 23. Fundarsalur þeirra í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur, að sögn Helgu Bjarkar, haldist nær óbreyttur frá því að húsið var tekið í notkun árið 1992 og er því þörf á bæði viðhaldi og breytingum að loknum kosningum.

„Samhliða breytingum verður farið í venjulegt viðhald á salnum, s.s. að slípa upp parket og mála, en einnig verða ný húsgögn látin inn í salinn. Það er hins vegar lögð áhersla á að upprunalegt útlit fái að halda sér að mestu leyti – þó verður aðeins léttara yfir borðunum,“ segir Helga Björk í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert