Um 20.000 hafa kosið utan kjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í Smáralind síðan 11. maí. Henni …
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í Smáralind síðan 11. maí. Henni lauk í kvöld en kjósendur búsettir á landsbyggðinni geta greitt atkvæði sitt utan kjörfundar í Smáralind á morgun, kjördag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 20.300 manns hafa kosið utan kjör­fund­ar á land­inu öllu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslumann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 13.296 kosið hjá embætt­inu.

Í dag kusu 2.318 manns í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sem fer fram í versl­un­ar­miðstöðinni Smáralind.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninganna fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins á kjörstað í Smáralind lauk klukkan tíu í kvöld en kjósendur búsettir á landsbyggðinni geta greitt atkvæði sitt utan kjörfundar í Smáralind á morgun frá klukkan 10 til 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert