Meirihlutinn heldur velli á Akureyri

Spáð í fyrstu tölur. Þessi fjögur yrðu öll í bæjarstjórn, …
Spáð í fyrstu tölur. Þessi fjögur yrðu öll í bæjarstjórn, ef marka má fyrstu tölur, þar af tveir nýliðar. Frá vinstri: Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokki, Andri Teitsson nýliði í 2. sæti L-listans, Hilda Jana Gísladóttir, nýliði í efsta sæti Samfylkingarinnar og Dagbjört Pálsdóttir, Samfylkingu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Akureyri heldur velli, miðað við fyrstu tölur, þegar búið var að telja 2.000 atkvæði, 17,6%. Listi fólksins bætir við sig manni miðað við fyrstu tölur og fengi þrjá bæjarfulltrúa, Framsókn og Samfylking áfram tvo hvor, en þessir þrír flokkar eru í meirihluta. Sá meirihluti færi úr sex fulltrúm í sjö, miðað við fyrstu tölur.

Miðflokkurinn, sem býður fram á Akureyri í fyrsta skipti, nær einum manni inn miðað við fyrstu tölur, VG heldur sínum eina bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn fengu mun minna fylgi en þeir gerðu sér vonir um, missa einn bæjarfulltrúa og fengju tvo menn í bæjarstjórn miðað við þessar tölur. Píratar er eina hinna sjö framboða sem ekki kemur inn manni, miðað við fyrstu tölur.

Ellefu fulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert