Búið að opna kjörstaði

Á Ísafirði mætti Birgir Sveinsson fyrstu manna á kjörstað.
Á Ísafirði mætti Birgir Sveinsson fyrstu manna á kjörstað. Ljósmynd/Halldór Sveinsson

Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu, en kosið verður til sveit­ar­stjórna í 71 sveit­ar­fé­lagi. Á Ísafirði mætti Birgir Sveinsson fyrstur manna á kjörstað, en þrír listar eru þar í framboði að þessu sinni.

Á kjör­skrá til sveitarstjórnakosninga eru liðlega 248 þúsund manns og eru það um 8.200 fleiri en í kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum. 12 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar eru á kjörskrá fyrir.

Frek­ar ró­legt var yfir at­kvæðagreiðslu utan kjör­fund­ar og höfðu í gær 19.732 greitt at­kvæði hjá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Upp­lýs­ing­ar um kjörstaði og hvar fólk sé á kjör­skrá er að finna á vefn­um www.kosn­ing­ar.is.

Kjör­stöðum verður lokað í síðasta lagi klukk­an 22 í kvöld og bú­ast má við fyrstu töl­um úr taln­ingu fljót­lega eft­ir það.

Öflug kosningavakt á mbl.is

Öflug fréttavakt verður á mbl.is í dag og fram á nótt. Ítarlega verður fjallað um sveitarstjórnarkosningarnar, framkvæmd þeirra og niðurstöður um land allt og verða þeim gerð skil í fréttum, fréttaskýringum, myndskeiðum, viðtölum, grafískri framsetningu á nýjustu tölum og fleiru.

Fjölmennur hópur blaðamanna, fréttaritara og ljósmyndara verður á vaktinni frá morgni og fram eftir nóttu. Þá verður fjallað ítarlega um úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Morgunblaðinu á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert