H-listinn fékk fjóra fulltrúa í Skútustaðahreppi

mbl.is/Sigurður Bogi

Úrslit liggja fyrir í sveitarstjórnarkosningum í Skútustaðahreppi. H-listinn fékk 74,9% atkvæða, eða 203 atkvæði og 4 fulltrúa. N-listinn fékk 21,8%, eða 59 atkvæði og 1 fulltrúa.

Auð og ógild atkvæði voru 9 talsins.

Alls var 321 á kjörskrá en alls kusu 271, eða 84,4%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert