Kosið til sveitarstjórna í dag

Um 248 þúsund manns eru á kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninga að ...
Um 248 þúsund manns eru á kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninga að þessu sinni. Ljósmynd/Thinkstock

Kosið verður til sveitarstjórna í 71 sveitarfélagi í dag og opna flestir kjörstaðir klukkan níu. Sveitarfélögunum fækkar um tvö vegna sameininga á Suðurnesjum og Austfjörðum og sjálfkjörið er í einu, Tjörneshreppi.

Á kjörskrárstofni sem Þjóðskrá Íslands vann fyrir sveitarstjórnirnar eru liðlega 248 þúsund manns á kjörskrá. Eru það um 8.200 fleiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Á kjörskrá eru alls tæplega 12 þúsund erlendir ríkisborgarar.

Frekar rólegt hefur verið yfir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Í gær greiddu 2.318 atkvæði hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í heildina hafa 19.732 greitt atkvæði utan kjörfundar hjá honum. 

Upplýsingar um kjörstaði og hvar fólk sé á kjörskrá er að finna á vefnum www.kosningar.is

Kjörstöðum verður lokað í síðasta lagi klukkan 22 í kvöld og búast má við fyrstu tölum úr talningu fljótlega eftir það.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »