Lokatölur í Ölfusi – nýr meirihluti

Lokatölur í Ölfusi.
Lokatölur í Ölfusi. mbl.is

Talningu atkvæða í Ölfusi er lokið og fékk Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæða, eða 51,9%. O-listi framfarasinna og félagshyggjufólks í Ölfusi fékk 48,1%. Fá Sjálfstæðismenn fjóra fulltrúa í sveitarstjórn og O-listinn þrjá.

Um er að ræða nokkra breytingu frá í fyrra, en þá voru þrír flokkar í framboði. B-listi framfarasinna fékk þá fjóra fulltrúa og meirihluta atkvæða. Ö-listi félagshyggjufólks fékk einn fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo fulltrúa.

Jón H. Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar í Ölfusi, staðfesti við mbl.is að talningu væri lokið. Samtals kusu 1.066, en á kjörskrá voru 1.488. Kjörsókn er því 71,6%.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 539 atkvæði, O-listinn fékk 499 atkvæði. Þá voru ógild atkvæði 6 talsins og auðir seðlar 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert