Lokatölur úr Mýrdalshreppi

Úrslit liggja fyrir í Mýrdalshreppi.
Úrslit liggja fyrir í Mýrdalshreppi. mbl.is/Jónas Erlendsson

T-listinn, Traustir innviðir, í Mýrdalshreppi fékk meirihluta atkvæða í kosningum í dag, en talningu atkvæða er lokið. Fékk listinn þrjá af fimm sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu. L-listi framtíðarinnar fékk tvo menn kjörna.

Samkvæmt Ásmundi Bjarna Sæmundssyni, formanni yfirkjörstjórnar í sveitarfélaginu, er talningu lokið. Á kjörskrá voru 350 manns og kusu 289. Kjörsókn var því 82,57%.

Fékk T-listinn 146 atkvæði og L-listinn 116 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 27 talsins.

Kjörsókn var talsvert lakari en í fyrra þegar 92,4% þátttaka var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert