Allir oddvitar hafa kosið á Akureyri

Á kjörstað í morgun. Akureyringar kjósa í Verkmenntaskólanum eins og ...
Á kjörstað í morgun. Akureyringar kjósa í Verkmenntaskólanum eins og tíðkast hefur um árabil. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Oddvitar allra framboðanna á Akureyri kusu fyrir hádegi. Heldur rólegt var í morgun á kjörstað, í húsnæði Verkmenntaskólans. Hvergi hafa enn myndast raðir og allt gekk því greiðlega.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, mætti fyrstur á kjörstað klukkan 10 og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti Lista fólksins, rétt á eftir. Þau kusu í sömu kjördeild og Halla var næst þangað inn á eftir Guðmundi.

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, gekk í hús á meðan Guðmundur og Halla Björk voru enn á staðnum og Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins kom strax á eftir henni. Þau Hilda kusu í sömu kjördeild.

Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kom næstur í hús og fljótlega eftir að hann hafði skilað atkvæði sínu kaus Halldór Arason, oddviti Pírata.

Sóley Björk Stefánsson, oddviti VG, kaus síðust – mætti á staðinn laust fyrir klukkan 12.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, kýs ásamt eiginkonu sinni, Soffíu ...
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, kýs ásamt eiginkonu sinni, Soffíu Gísladóttur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, kýs ásamt eiginmanni sínum, Preben ...
Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, kýs ásamt eiginmanni sínum, Preben Jóni Péturssyni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, kýs ásamt eiginmanni sínum, Ingvari ...
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, kýs ásamt eiginmanni sínum, Ingvari Má Gíslasyni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, skilar atkvæði sínu í ...
Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, skilar atkvæði sínu í kjörkassann. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kýs í morgun.
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kýs í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Halldór Arason, oddviti Pírata á Akureyri, skilar kjörseðli sínum.
Halldór Arason, oddviti Pírata á Akureyri, skilar kjörseðli sínum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Sóley Björk Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, kýs laust fyrir hádegi.
Sóley Björk Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, kýs laust fyrir hádegi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is