Vongóð þrátt fyrir fylgistap

mbl.is/Valli

„Ég er bjartsýn. Skoðanakannanir hafa verið misvísandi sem segir mér að margir séu óákveðnir,“ sagði Líf Magneudóttir í samtali við mbl.is eftir að hún greiddi atkvæði í Hagaskóla. 

Í síðustu könnun Gallup sem var unn­in fyr­ir frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins mældust Vinstri græn með 6,2% fylgi sem er lækkun frá kosningunum 2014. 

Við vorum með mjög góða kosningabaráttu og töluðum við fullt af fólki sem var sammála okkar stefnu. Þess vegna verður maður svo hissa þegar við mælumst lítið. Það er erfitt að tala við alla borgarbúa en maður reynir að ná til þeirra flestra,“ sagði Líf. 

Hún sagði að svigrúm væri fyrir uppsveiflu í fylginu á kjördegi. „Margir taka ákvörðun í kjörklefanum. Svo spilar veðrið þátt og okkar kjósendur láta ekki smá rigningu á sig fá.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert