Almenningur segir hingað og ekki lengra

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er bara mjög jákvætt og það er greinilega mikill stuðningur sem við finnum fyrir og mikill meðbyr,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistalistaflokksins í Reykjavík.

Sósíalistaflokkurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarnar vikur og mælist Sanna inni í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur.

„Almenningur er í rauninni að rísa upp og segja hingað og ekki lengra og segja nei við óréttlætinu þannig að þetta eru bara mjög jákvæðar fyrstu tölur.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is