Breytingar í Borgarbyggð

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. mbl.is

Framsóknarflokkurinn  er stærsti flokkurinn í Borgarbyggð og bætir við sig einum sveitarstjórnarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem missir talsvert fylgi. Þá missir einnig Samfylkingin fulltrúa í sveitarstjórninni en Vinstri græn bæta við sig manni. Þetta má sjá eftir að lokatölur voru kynntar í sveitarfélaginu.

Í síðustu kosningum fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þrjá menn hvort framboð, en Sjálfstæðisflokkurinn var þá með talsvert meira fylgi en Framsókn. Mynduðu flokkarnir meirihluta sem svo sprakk upp á miðju kjörtímabili.

Í framhaldinu tóku Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin upp samstarf, en Samfylkingin fékk tvo menn kjörna síðast.

Samkvæmt tölum í dag fékk Framsóknarflokkurinn 642 atkvæði eða 36,2%. Skilar það flokknum fjórum fulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 473 atkvæði, eða 26,6% og skilaði það flokknum tveimur fulltrúum. Vinstri græn fengu 411 atkvæði eða 23,2% og 2 fulltrúa. Samfylkingin og óháðir fengu hins vegar 249 atkvæði eða 14,0% og einn fulltrúa.

Auðir seðlar voru 128 og ógildir 13. Samtals greiddu 1.916 atkvæði eða 72,7% þeirra sem voru á kjörskrá.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert