Fjörug kosninganótt á Twitter

Fulltrúi í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar gladdi Twitter-notendur á kosninganótt.
Fulltrúi í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar gladdi Twitter-notendur á kosninganótt. Ljósmynd/Twitter

Sveitarstjórnarkosningarnar voru áberandi á samfélagsmiðlum í gær og lífleg umræða myndaðist á Twitter eftir því sem leið á kosninganóttina eins og við var að búast. 

Fulltrúar yfirkjörstjórna á landinu vöktu margir hverjir athygli og þar stal Björn Davíðsson, fulltrúi í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar, óneitanlega senunni í litríkri Hawaii-skyrtu. Ibizafjörður stóð svo sannarlega undir nafni: 

Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson stóðu vaktina samkvæmt venju: 

Sextán framboð í Reykjavík buðu upp á ýmis reikningsdæmi:

Fóru mest spennandi kosningarnar fram í Fjarðabyggð?

Hvað ætli kjörseðlarnir sem taldir voru í Laugardalshöll hafi náð mörgum kílómetrum?

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, er yngsti fulltrúinn sem kjörinn hefur verið í borgarstjórn: 

Sumir fá bara ekki nóg af kosningaumfjöllun, skiljanlega: 


Á meðan aðrir eru kannski ekki jafn hrifnir af kosningasjónvarpi sem afþreyingu: 

Hér má skoða öll tístin sem hafa birst undir myllumerkinu #kosningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert