Meirihlutinn heldur í Hveragerði

Hveragerði.
Hveragerði.

Meirihluti Sjálfstæðismanna hélt velli í Hveragerði og fékk 52,4% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af sjö. O-listi, Okkar Hveragerði, fékk 33,1% og tvo bæjarfulltrúa og B-listi, Frjáls með Framsókn, fékk 14,5% og einn bæjarfulltrúa.

Samkvæmt Ingu Lóu Hannesdóttur, formanni yfirkjörstjórnar í sveitarfélaginu, er talningu atkvæða lokið og kusu 1.527 manns. Er það  78,1% kjörsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 775 atkvæði, Okkar Hveragerði fékk 489 atkvæði og Framsókn 215 atkvæði.

Lokatölur úr Hveragerði.
Lokatölur úr Hveragerði. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert