Munu láta málefnin ráða

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum ótrúlega ánægð með þetta. Skoðanakannanir hafa náttúrulega verið mjög misvísandi alveg frá því fyrstu tölur komu í mars. Við rennum mjög blint í sjóinn með þetta,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn nær tveimur mönnum inn í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur. Nýjustu kannanir sýndu Viðreisn yfirleitt fá einn mann inn.

„Ég er líka bara ánægð hvernig flokkurinn er að fá góðar viðtökur úti um allt land. Það er ekki síst vegna þess að við erum nýtt framboð og það skiptir miklu máli að hafa styrkleika á sveitarstjórnarstigin.“

„Þetta eru fyrstu tölur og maður bíður spenntur eftir næstu og sér hvernig þetta verður. Það getur verið mjótt á munum þegar það eru svona margir með litla prósentu þannig það er spennandi nótt fram undan.“

Þið eruð í ákveðinni lykilstöðu, getið þið hugsað ykkur að vinna hvort sem er með núverandi meirihluta eða nýjum?

„Við lögðum af stað í þessa baráttu með gríðarlega öfluga, að okkar mati, og breiða og skýra stefnu. Hún hefur verið öllum ljós mjög lengi og við höfum reiknað út líka okkar loforð og erum með fjárhagsáætlanir þannig að það er skírt hvað hvað við viljum. Við höfum alveg sagt það frá byrjun að við komum til með að láta málefnin ráða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert