Óbreytt staða eftir endurtalningu

Frá Eskifirði í Fjarðabyggð.
Frá Eskifirði í Fjarðabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjöldi bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð er óbreyttur eftir endurtalningu atkvæða. Þetta staðfestir fulltrúi yfirkjörstjórnar í samtali við mbl.is.

Umboðsmönnum allra framboðanna í bæjarfélaginu var í dag gefinn kostur á að skoða og telja kjörseðlana úr kosningunum í gær þar sem aðeins munaði einu atkvæði að meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins héldi velli. Sjálfstæðismenn fengu tvo fulltrúa nú en þrjá fyrir fjórum árum.

Reyndist allt rétt talið. Athugasemd var gerð við eitt atkvæði til D-lista Sjálfstæðisflokksins sem var úrskurðað ógilt. Það breytti engu um úthlutun sæta í bæjarstjórn.

Ógilda atkvæðið þýðir að tvö atkvæði vantaði til þess að meirihlutinn héldi í stað eins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert