Opin fyrir Viðreisn og Sósíalistum

Elín Oddný Sigurðardóttir, sem er í öðru sæti á lista …
Elín Oddný Sigurðardóttir, sem er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. mbl.is/Alexander

„Við vonumst til að bæta við okkur þegar fram í sækir, en þetta eru svo sem alveg ágætisniðurstöður í samræmi við kannanir,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir, sem er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Samkvæmt öðrum tölum fá Vinstri græn 7,5% atkvæða og tvo menn í borgarstjórn. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata fengi ellefu menn og getur því ekki haldið áfram samstarfi óstuddur, verði þetta niðurstöðurnar.

Elín segist sjá „vinstri-félagshyggjubylgju“ í kosningunum og ábyrgð núverandi meirihluta sé að virkja þann kraft sem virðist vera til vinstri.

En þýðir það að þú viljir frekar að meirihutinn leiti til Flokks fólksins og Sósíalista en Viðreisnar?

„Það fer nú eftir því hvernig þú skilgreinir flokkana á þessu rófi,“ segir Elín. Frjálslyndir, umhverfisvænir borgarlínuflokkar og þeir sem halla sér til vinstri eru þeir sem hún sér helst fyrir sér að vinna með.

 Elín er opin fyrir því að meirihlutinn leiti bæði til Sósíalista og Viðreisnar til samstarfs. „Það hefur verið talað um að þessir flokkar sem deila þessum gildum myndi einhvers konar breiða samstöðu. Það gaf góða raun 2014 og ég tel að það sé fyllilega reynandi að fara í eitthvað slíkt,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir, annar maður á lista Vinstri grænna ´

Fylgi Vinstri grænna hafði dalað töluvert í könnunum síðustu vikur og í könnun Gallup frá í gær mældist það 6,2%, sem er undir kjörfylginu 2014 og hefði gefið flokknum einn mann. Elín vill þó ekki lýsa fyrstu tölum sem varnarsigri. „Ég held að okkar gildi og hugsjónir standist tímans tönn og við eigum erindi við borgarbúa.“

Hún segist sjá „vinstri-félagshyggjubylgju“ í kosningunum og ábyrgð núverandi meirihluta sé að virkja þann kraft sem virðist vera til vinstri.

Kosningavaka VG.
Kosningavaka VG. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kosningavaka VG.
Kosningavaka VG. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kosningavaka VG.
Kosningavaka VG. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert