Rétt að bíða eftir síðustu tölum

Heiða Björg Hilmisdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það eru miklar sviptingar á milli talninga og ég held að það sé rétta að bíða eftir síðustu tölum,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir sem er í öðru sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík um nýjustu tölur úr Reykjavík sem sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með níu borgarfulltrúa og Samfylking með sjö.

„Þetta er ennþá að þróast og við munum vinna úr þeirri niðurstöðu sem verður og reyna að mynda starfhæfan og sterkan meirihluta í borginni,“ segir Heiða Björg.

Spurð um með hverjum Samfylkingin myndi vilja mynda slíkan meirihluta segir hún að flokkurinn hafi talað fyrir breiðum meirihluta. Samstarf síðasta kjörtímabils hafi gengið mjög vel og vilji til að halda því áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert