Reyna á myndun nýs meirihluta

mbl.is

Oddvitar fjögurra flokka hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í sveitarfélaginu.

Um er að ræða Framsókn og óháða, Miðflokkinn, Áfram Árborg og Samfylkinguna. Á meðan þeim viðræðum stendur munu oddvitar þessara framboða ekki ræða við aðra flokka um myndun nýs meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn missti einn fulltrúa í bæjarstjórn Árborgar, er með fjóra í stað fimm og tapaði 12,75% af fylgi sínu í sveitarfélaginu. Samfylking er með tvo bæjarfulltrúa og hinir flokkarnir þrír með einn fulltrúa hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert