Sigmundur segir Viðreisn hafa mikið að sanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Skjáskot

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að eftir góðan árangur í sveitarstjórnarkosningunum þurfi Viðreisn að sýna kjósendum að raunverulegar breytingar fylgi því að greiða flokkinum atkvæði. 

Þetta sagði Sigmundur í sjónvarpsþættinum Silfrið sem er sýndur á RÚV en þar ræddu formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi niðurstöðu sveitarstjórnakosninganna. 

„Árangur Viðreisnar er mjög áhugaverður en nú finnst mér að Viðreisn þurfi að sýna að það skipta máli að kjósa þennan flokk og að því fylgi breytingar,“ sagði Sigmundur í Silfrinu og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðar undir. 

„Ég er sammála Sigmundi. Það var kosið um þennan meirihluta og fyrir kosningar birtust sem sögðu að meirihlutinn héldi. En meirihlutinn féll og mér finnst að allir sem komu að þessum kosningum þurfi að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni Benediktsson. 

Sigmundur beindi orðum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, sem sagði að Viðreisn myndi selja sig dýrt. Hún gaf ekki upp hvort flokkurinn hallaðist meira til Samfylkingarinnar eða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sagði að í málefnum væri snertifletir við báðar hliðar. 

Um árangur Miðflokksins í sveitarstjórnarkosningunum sagði Sigmundur að honum hefði ekki dottið hann í hug fyrir nokkrum vikum síðan. 

Á heildina litið er ég gríðarlega ánægður með niðurstöðu gærkvöldsins. Ég held að það sé mikil þörf fyrir breytingar í stjórnmálum þannig að fólk skynji að það skipti máli hvaða flokka það kýs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert