Sjálfstæðisflokkurinn missir mann

Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að telja 53.124 atkvæði í Reykjavík, en nýjar tölur voru birtar kl. 5. Samkvæmt þeim er Sjálfstæðisflokkur áfram stærstur í borginni, með 30,4%, en flokkurinn missir hins vegar einn mann frá því síðustu tölur voru lesnar upp. Píratar bæta aftur á móti við manni. 

Sjálfstæðisflokkurinn er með 15.736 atkvæði og átta menn. Samfylkingin er næst stærst með 13.256 atkvæði, 25,6%, og sjö menn. 

Viðreisn er með 8,4% og tvo menn, Píratar með 7,8% og tvo menn og Sósíalistaflokkurinn með 6,8% og einn mann. 

Aðrir flokkar sem ná inn einum manni eru VG, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert