Staða Ástu óljós

Viðræður Fram­sóknar og óháðra, Miðflokk­sins, Áfram Árborg og Sam­fylk­ing­arinnar um …
Viðræður Fram­sóknar og óháðra, Miðflokk­sins, Áfram Árborg og Sam­fylk­ing­arinnar um myndun nýs meirihluta í Árborg standa yfir. mbl.is

„Þegar fjórir flokkar standa saman að meirihluta getur það svo sem verið mjög flókið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, í samtali við mbl.is.  

Odd­vit­ar Fram­sóknar og óháðra, Miðflokksins, Áfram Árborg og Sam­fylk­ing­arinnar í Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um mynd­un nýs meiri­hluta í Árborg. Eftir stendur einn flokkur, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem missti meiri­hluta sinn í sveit­ar­fé­lag­inu í kosningunum í gær. Gangi viðræðurnar upp verður myndaður eins manns meirihluti í sveitarfélaginu, fimm gegn fjórum.

Ásta missti sæti sitt í bæjarstjórn en 183 atkvæði vantaði upp á svo hún næði kjöri. Aðspurð um stöðu sína í bæjarmálunum segir Ásta að hún sé óljós eins og er. „Ef að Sjálfstæðisflokkurinn verður í meirihluta mun ég taka þátt í starfinu áfram.“ 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á lista flokksins í Árborg hafa rætt málin eftir niðurstöður kosninganna og hafa ekki lagt árar í bát. „Við erum tilbúin til viðræðna við einhverja af þessum aðilum í hinum flokkunum. En við verðum að bíða og sjá hvort að þau mynda meirihluta,“ segir Ásta.

Ásta Stefánsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar síðustu ár.
Ásta Stefánsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar síðustu ár. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert