Stefnir í langa kosninganótt hjá Degi

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta getur orðið jafnt og spennandi í alla nótt. Það er mikil dreifing á atkvæðum og litlar breytingar geta skipt miklu eins og við var að búast þegar það eru svona margir flokkar,“ segir Dagur B. Eggertsson í viðbrögðum sínum við fyrstu tölum í samtali við mbl.is. Samfylkingin mælist með 25,88% þeirra 9.235 atkvæða sem talin hafa verið og nær sjö mönnum inn í borgarstjórn.

„Það stefnir í hugsanlega langa, miðað við hvað fyrstu tölur voru lengi að koma, en líka spennandi kosninganótt.“

En þú ert bjartsýnn á að þið bætið jafnvel við ykkur þegar líður á nóttina?

„Mér heyrðist allir vera það en það gengur ekki alveg upp þannig við verðum bara að sjá. Þetta eru auðvitað fyrstu tölur, ekki búið að telja nema 10%, en það gefur oft sterka vísbendingu um niðurstöðuna þannig að ég er heldur ekki að útiloka að þetta geti endað einhvern veginn svona.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert