Talið aftur í Fjarðabyggð

Eskifjörður
Eskifjörður mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kjörstjórn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að endurtelja atkvæðin í sveitarstjórnarkosningunum frá því í gær.

Þetta var samþykkt á fundi kjörstjórnar í morgun. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær talningu lýkur en væntanlega verður það síðdegis. Tilkynnt verður um niðurstöðu endurtalningar á Facebook-síðu yfirkjörstjórnar: facebook.com/xfjardabyggd.

Ein­ung­is munaði einu at­kvæði að meiri­hlut­inn Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins héldi velli í Fjarðabyggð. Þannig vantaði Ragn­ar Sig­urðsson, þriðja mann á fram­boðslista sjálf­stæðismann, eitt at­kvæði til þess að ná kjöri. Ragn­ar dett­ur þar með úr bæj­ar­stjórn.

Fjarðabyggð
Fjarðabyggð Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert