Talningu lokið á Akureyri

Forystumenn framboðanna þegar fyrstu tölur voru birtar í kvöld í …
Forystumenn framboðanna þegar fyrstu tölur voru birtar í kvöld í húsnæði Verkmenntaskólans, þar sem kosið var og yfirkjörstjórn er með aðsetur. „Turnarnir tveir" biðu eftir fyrstu tölum, báðir eru 197 sm og hæstu frambjóðendur í bænum að þessu sinni - Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins til vinstri og Halldór Arason, oddviti Pírata, hægra megin. Menn voru almennt á því að Halldór teldist hærri vegna hársins! Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, til vinstri og í baksýn Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Öll atkvæði hafa nú verið talin á Akureyri. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk flest atkvæði, eða 1.998 og þrjá bæjarfulltrúa. L-listinn, sem er bæjarlisti Akureyrar fékk næstflest atkvæði, 1.828 og tvo fulltrúa.

Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn á Akureyri og fékk 1.530 atkvæði og tvo bæjarfulltrúa kjörna. Samfylkingin fékk einnig tvo fulltrúa og 1.467 atkvæði. Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk 820 atkvæði og einn fulltrúa, Miðflokkurinn fékk einnig einn fulltrúa og 707 atkvæði og Píratar fengu 377 atkvæði og engan fulltrúa kjörinn.

9.083 kusu sem er 66,3% kjörsókn og 13.708 voru á kjörskrá. Auð og ógild atkvæði voru samtals 356.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert