„Við eigum meira inni“

Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir í Útvarpshúsinu við Efstaleiti í …
Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir í Útvarpshúsinu við Efstaleiti í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins segir um fyrstu tölur frá Reykjavík að spyrja verði að leikslokum, nóttin sé ung, en viðurkennir að fylgi flokksins virðist minna en hún bjóst við. Vigdís mælist inni í borgarstjórn samkvæmt fyrstu tölum.

„Við eigum meira inni, það er alveg klárt,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is.

„Miðað við stemninguna sem við höfum fundið fyrir framboðinu í Reykjavík undanfarnar vikur þá getur ekki annað verið en að Baldur [Borgþórsson] verði inni þegar nóttin er úti,“ segir Vigdís.

Fyrstu tölur úr Reykjavík.
Fyrstu tölur úr Reykjavík. mbl.is

Flokkur fólksins nær inn samkvæmt fyrstu tölum

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, verður borgarfulltrúi miðað við fyrstu tölur. „Þetta er alveg dásamlegt, ótrúlega yndisleg útkoma,“ segir Kolbrún í samtali við mbl.is.

Fylgi flokksins hefur rokkað töluvert úti til skiptis samkvæmt könnunum og er Kolbrún eðlilega hæstánægð með fyrstu tölur.

„Þetta lítur vel út og er mjög góð byrjun.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert